Miðstigsleikar

Ritstjórn Fréttir

Hið árlega frjálsíþróttamót nokkurra skóla á Vesturlandi, miðstigsleikarnir, fóru fram á íþróttavellinum í Borgarnesi þann 1. september. Miðstigsleikarnir eru frjálsíþróttamót nemenda í 5., 6. og 7. bekk. Þátttakendur koma úr samstarfsskólum á Vesturlandi; í þetta skipti mættu til leiks nemendur úr Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Auðarskóla, Heiðarskóla og Reykhólaskóla.
Hanna Sigríður Kjartansdóttir og Sigrún Ögn Sigurðardóttir íþóttakennarar sjá um framkvæmd leikanna og fellur hefðbundin íþróttakennsla því niður þann dag.
Keppt er í ýmsum íþróttagreinum. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á leikunum.