Mílan

Ritstjórn Fréttir

Nemendur og kennarar í 8.-10. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi stefna á að ganga allavega eina mílu eða 1.6 kílómetra daglega frá 9. til 17.nóvember. Mílan er verkefni að skoskri fyrirmynd sem heitir The Daily Mile og taka um 5000 skólar víðsvegar um heim þátt í verkefninu. Ávinningur af þessari einföldu leið er ótvíræður; nefna má betri líðan, aukið sjálfstraust, betri einbeitingu og samskipti, minni streitu og kvíða og aukna þrautseigju.