Morgunjóga á yngsta stigi

Ritstjórn Fréttir

Síðustu þrjár vikur hefur Elín Matthildur Kristinsdóttir velferðarkennari boðið upp á  mjúkt morgunjóga fyrir yngsta stigið í upphafi skóladags. Jógamínúturnar eru á miðrými yngsta stigs frá kl. 8:10-8:20. Þátttaka er svo góð að nauðsynlegt reyndist að skipta morgnunum milli bekkja. Eftir páskafrí verður svo kannað hvort eftirspurnin heldur áfram og hvort hægt verði að bjóða bekkjum að koma oftar en einu sinni í viku.
Að sögn Elínar Matthildar kom hugmyndin til út frá svipuðu verkefni sem unnið er í  Tálknafjarðarskóla og vegna þess að nemendur hafa alltaf af og til verið að kalla eftir því að gera jóga. Nú enda búbblutímar á yngsta stigi á léttu jóga og  morgunjógað er svo viðbót fyrir þá sem vilja meira.