Mötuneyti við upphaf skólaárs

Ritstjórn Fréttir



Nýi salurinn í skólanum verður tilbúinn mánudaginn 26. ágúst, sama dag og skólinn verður settur. Nemendur geta matast þar en skólaeldhúsið verður ekki tilbúið fyrr en eftir nokkrar vikur. Samið hefur verið við Kræsingar um að sjá um mat í skólanum til fyrsta október.

Senda þarf póst á grunnborg@grunnborg.is til að skrá nemendur í mat. Til boða stendur að vera í mat alla daga vikunnar eða alls ekki. Það er semsagt ekki hægt að velja færri daga en fimm. Þeir nemendur sem ekki vilja vera í mat taka með sér nesti og matast í salnum með öðrum nemendum. Þar verða bæði samlokugrill og örbylgjuofnar til afnota.

Rétt er að geta þess að Heilbrigðiseftirlitið, Vinnueftirliðið og slökkviliðið verða búin að taka út skólann og nemendur koma inn í öruggt umhverfi þó framkvæmdum sé ekki að fullu lokið.