Næstu dagar

Ritstjórn Fréttir

Mikil áhersla er lögð á að sem minnst röskun verði á skólastarfi á þessum óvenjulegu tímum og að nemendum líði vel í skólanum.  Óhjákvæmilegt hefur þó reynst að gera nokkrar breytingar frá hefðbundinni dagskrá. Þar til fyrirmæli yfirvalda verða milduð þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga:

 • Ekki verður unnt að bjóða upp á morgunverð í skólanum.
 • Ávaxtastundin færist úr matsal inn í kennslurými. Nóg verður af ávöxtum.
 • Nemendur í 5. – 10. bekk þurfa að hafa grímur í skólanum og skólabílnum og virða tveggja metra regluna þegar við á.
 • 2. nóv. verður ekki talinn með í uppgjöri á mötuneyti fyrir nóvember.
 • Íþróttir og sund falla niður í hefðbundinni mynd en að öðru leyti verður kennsla með eðlilegum hætti.
 • Starfsfólk ber grímur, sem og nemendur í 5. – 10. bekk, náist ekki að halda tveggja metra reglunni. Þetta á við í flestum bekkjum.
 • List- og verkgreinar verða í hefðbundnum hópum.
 • Í sameiginlegum rýmum skólans, svo sem við innganga, í anddyri, á salernum og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkum og reglum um blöndun hópa að því gefnu að nemendur í 5. – 10. bekk og starfsfólk noti andlitsgrímur.
 • Nemendur á yngsta stigi fara í frímínútur á sama tíma en eru í þremur hópum á mismunandi svæðum. Nemendur á mið- og unglingastigi eru í bekkjarstofum í frímínútum og matartímum en kennarar nota þau tækifæri sem bjóðast til að fara út með hópum.
 • Nemendur 1. – 4. bekkjar eru undanþegnir tveggja metra reglu og grímuskyldu. Hámarksfjöldi þeirra í hverju sóttvarnarrými er 50. Halda ber þeirri hópaskiptingu nemenda sem er í  grunnskólanum í frístund til þess að ekki verði blöndun milli hópa.
 • Að hámarki mega 25 nemendur í 5. – 10. bekk vera í hverju sóttvarnarými.
 • Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólann nema brýna nauðsyn beri til. Aðrir sem þurfa að koma í skólann, svo sem starfsfólk skólaþjónustu eða vöruflutningafólk skulu gæta að 2 metra nálægðartakmörkum og bera andlitsgrímur.