Námskeið í réttum viðbrögðum við ofbeldishegðun var haldið í Hjálmakletti sl. föstudag, 2. desember. Þátttakendur voru alls 19 frá Grunnskólanum í Borgarnesi, Menntaskóla Borgarfjarðar, Öldunni, Búsetuþjónustunni og Ferðaþjónustu fatlaðra. Um var að ræða heilsdagsnámskeið þar sem farið var yfir hvernig hægt er bregðast við og fyrirbyggja ofbeldishegðun. Farið var yfir forvarnir, einkenni ofbeldishegðunar og hvernig brugðist skuli við slíkri hegðun á réttan hátt.
Leiðbeinendur voru Atli Magnússon, atferlisráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Felix Högnason þroskaþjálfi og atferlisfræðingur. Þeir hafa haldið fjölda námskeiða m.a. um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hegðunarvanda, hvernig takmarka má þvingun og valdbeitingu í vinnu með fólki sem sýnir erfiða hegðun og varnarviðbrögð við alvarlegum hegðunarvanda.
Námskeiðið var sérstakt að því leyti að í stað fyrirlestra og bóklegs náms, var stutt innlegg og því næst verklegar æfingar allar daginn. Þátttakendur voru almennt ánægðir með námskeiðið. Það kemur vonandi til með að nýtast þeim vel í starfi, því rétt vinnubrögð og sjálfsöryggi í erfiðum aðstæðum koma öllum til góða.