Námskeið um netið og snjalltækni

Ritstjórn Fréttir

Foreldrafélag grunnskólans stendur fyrir námskeiði um netið og snjalltækni fimmtudaginn 22. mars næstkomandi. Námskeiðið er fyrir börn í 1.-4. bekk grunnskóla og foreldra þeirra. Bryndís Jónsdóttir hjá samtökunum Heimili og skóli mun fara yfir helstu atriði sem snúa að börnum, netnotkun þeirra og samfélagsmiðlum.

Námskeiðið hefst kl. 18:00 og stendur í um það bil klukkustund. Að því loknu verður efnt til pizzuveislu fyrir þátttakendur.

Stjórn foreldrafélagsins vonast eftir góðri þátttöku og biður áhugasama um að tilkynna þátttöku með tölvupósti á netfangið stjornforeldrafelagsgb@gmail.com og taka fram fjölda barna og fullorðinna.