Námskeið um núvitund fyrir starfsmenn

Ritstjórn Fréttir

Á skólaárinu sem nú stendur yfir hefur markvisst verið unnið að aukinni velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks. Núvitund, djúpöndun, jóga og slökun hefur verið kennt á öllum stigum skólans.
Námskeið um núvitund fyrir starfsmenn er nú hafið. Á námskeiðinu er stuðst við bókina Núvitund – leitaðu inn á við eftir Chade-Meng Tan. Boðskapur bókarinnar spratt upp úr námskeiði sem haldið hefur verið innan Google-fyrirtækisins um árabil og er talið hafa gjörbreytt lífi margra þátttakenda, bæði í starfi og einkalífi. Höfundur bókarinnar þróaði aðferð til að bæta sköpunargáfu, afköst og ánægju starfsmanna. Þetta gerði hann með æfingum í hugleiðslu sem styrkja tilfinningagreind og stuðla að aukinni samkennd, jafnaðargeði og gleði – og skerpa um leið hugsun, auka velgengni og bæta líkamlega og andlega heilsu. Góð þátttaka er á námskeiðinu hér og mun það standa í átta vikur. Leiðbeinandi er Elín Matthildur Kristinsdóttir.