Nemendafélagið kynnir skólann með myndbandi

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi tekur um þessar mundir þátt í samstarfsverkefni með tékkneskum grunnskóla. Verkefnið felst í gagnkvæmum heimsóknum kennara og kynningum á skólastarfinu. Sérstök áhersla verður lögð á svokallaða útikennslu. Í tilefni af þessu gerði stjórn nemendafélagsins kynningarmyndband á ensku um skólann okkar. Smellið hér til þess að skoða kynninguna.