Nemendum fjölgar á ný

Ritstjórn Fréttir

Skólastarf er nú hafið af fullum krafti. Nemendur eru 316 og hafa ekki verið fleiri um árabil. Aðrir starfsmenn eru 64. Kennt er í flestum krókum og kimum, meðal annars í alrými á yngsta stigi og á skólasafni. Innan tíðar verður tekin í notkun útikennslustofa á skólalóðinni. Einn nýr kennari, Sigrún Sigurðardóttir, tók til starfa við skólann í haust og er hún umsjónarkennari fimmta bekkjar.