Nemendur faðma skólann sinn á baráttudegi gegn einelti

Ritstjórn Fréttir

Frá árinu 2011 hefur 8. nóvember verið helgaður baráttunni gegn einelti hér á landi. Nemendur grunnskólans tóku höndum saman af því tilefni og föðmuðu skólann sinn. Þar með vöktu þeir athygli á því að innan veggja skólans eiga allir að vera vinir og góðir hver við annan. Myndbönd um einelti voru sýnd og á bókasafni voru teknar fram bækur sem fjalla um einelti í einhverri mynd. Umræða um einelti og vináttu var höfð í hávegum í öllum deildum skólans.