Nemendur GB gerðu það gott í stærðfræðikeppninni

Ritstjórn Fréttir

Úrslit í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi hafa verið birt. Keppnin fór að vanda fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands og óhætt er að segja að nemendur okkar hafi staðið sig með miklum sóma.  Í 8. bekk varð Marijonas Varkulevicius í 1. sæti og Ágúst Davíð Steinarsson í 2. sæti og Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir hafnaði í 4-10. sæti.  Díana Dóra Bergmann Baldursdóttir hreppti 1. sæti í 10. bekk og Arnar Eiríksson hafnaði í 4-10. sæti.  Vegna Covid19 veirunnar verður verðlaunaafhending ekki með hefðbundnum hætti en þess í stað fá nemendur viðurkenningarskjöl og verðlaun send með pósti.