Sjálfstæði - ábyrgð - virðing - samhugur
Grunnskólinn í Borgarnesi - Sjálfstæði - ábyrgð - virðing - samhugur

Nemendur gengu til góðs

Ritstjórn Fréttir

Segja má að nemendur og kennarar í 8.-10. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi hafi slegið tvær flugur í einu höggi á dögunum. Þau gengu eina mílu eða 1.6 kílómetra daglega frá 9. til 17.nóvember, sér til heilsubótar, og söfnuðu um leið áheitum fyrir Vinasetrið. Mílan er verkefni að skoskri fyrirmynd sem heitir The Daily Mile og taka um 5000 skólar víðsvegar um heim þátt í verkefninu. Ávinningur af þessari einföldu leið er ótvíræður; nefna má betri líðan nemenda, aukið sjálfstraust, betri einbeitingu og samskipti og minni streitu og kvíða. Ákveðið var að safna jafnframt áheitum fyrir Vinasetrið sem er heimili fyrir börn sem þurfa á stuðningi að halda. Nemendur buðu vinum og vandamönnum að styðja verkefnið með því að heita á það ákveðinni upphæð fyrir hverja gengna mílu. Skemmst er frá því að segja að gengnar voru 699 mílur eða 1118 kílómetrar og það fé sem safnaðist með áheitum nam 89.882 krónum.

Mikil ánægja var með þessa góðu tilbreytni í skólastarfinu og sú hugmynd hefur komið fram að gera það að árlegum viðburði að ganga til styrktar góðu málefni.

  • Fannst þér síðan hjálpleg ?
  •    Nei
Grunnskólinn í Borgarnesi
433-7400
X
X