Nemendur láta gott af sér leiða

Ritstjórn Fréttir

Sunnudagurinn 8. nóvember er dagur gegn einelti. Nemendur og kennarar á unglingastigi sem taka þátt í Mílunni, sem hefst 9. nóvember,  vilja láta gott af sér leiða og styrkja börn sem eiga af einhverjum ástæðum undir högg að sækja. Þau hafa ákveðið safna áheitum fyrir Vinasetrið sem er heimili og vettvangur fyrir börn sem þurfa á stuðningi að halda. Tilgangur Vinasetursins er að hvert barn hafi möguleika á að upplifa gleði og nánd þrátt fyrir aðstæður eða erfiðleika og geti lært að treysta öðrum og umhverfi sínu.
Nemendur munu bjóða vinum og vandamönnum að styðja verkefnið með því að heita á það ákveðinni upphæð fyrir hverja gengna mílu. Þannig stuðla nemendur að eigin heilsueflingu og hugsa jafnframt um velferð og hag annarra.