Nemendur styrkja ABC barnahjálp

Ritstjórn Fréttir

Skólinn hefur í mörg ár tekið þátt í að styrkja ABC barnahjálp. Nemendur í 5. bekk skólans ganga í hús síðla vetrar og óska eftir stuðningi. 5. bekkur í ár er engin undantekning og safnaðist vel. Nemendur fóru með afraksturinn í banka og lögðu inn og voru myndirnar teknar við það tækifæri.Við erum stolt af okkar fólki.

ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988. Starfið snýst um það að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun.

ABC barnahjálp starfar nú í 7 löndum Asíu og Afríku en þau eru: Indland, Pakistan, Filippseyjar, Bangladess, Kenýa, Úganda og Búrkína Fasó. ABC barnahjálp styrkir þúsundir barna til náms og búa mörg þeirra á heimavistum ABC. ABC skólarnir veita nemendum frá 3ja ára aldri ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, læknishjálp og mat.

Glaðir fimmtubekkingar í bankanum.