Nemendur taka stjórnina í fjarveru kennara

Ritstjórn Fréttir

Kennarar í unglingadeild fóru í heimsókn í Norðlingaskóla föstudaginn 1. desember síðastliðinn. Tilgangur fararinnar var að kynnast aðferðum við teymiskennslu. 10. bekkingar skipulögðu daginn fyrir unglingadeildina og sáu um að allt færi vel fram. Stuðningsfulltrúar og 2 kennarar sáu um aðstoð og gæslu. Dagskráin var í stórum dráttum þannig að boðið var upp á jólamyndir og var hægt að velja um 3 myndir. Þá voru leikir, þrautir og spil á 4 stöðvum, 20 mínútur í senn. Loks fóru allir saman í leikfimitíma. Skemmst er frá því að segja að nemendur stóðu sig með miklum ágætum og tilbreytnin mæltist vel fyrir.
Mánudaginn 4. des. fara síðan kennarar á yngsta stigi í heimsókn í Dalskóla og Ingunnarskóla til að kynna sér teymiskennslu.