Niðurstöður samræmdra prófa liggja fyrir

Ritstjórn Fréttir

Samræmdu prófin voru lögð fyrir nemendur í 7. bekk, 22. og 23. september og fyrir
nemendur í 4. bekk 29. og 30. september sl. Prófin voru í fyrsta skiptið alfarið rafræn.
Þar af leiðandi liggja niðurstöður fyrir fyrr en áður hefur verið. Meðaltal raðeinkunnar í íslensku í 4. bekk var 46,8 og í stærðfræði 36,6. Fram kom að annars vegar þarf að vinna betur með
ritun í 4. bekk og hins vegar með tölur og talnaskilning. En nemendur í þeim bekk ná til
að mynda góðum árangri í lestri og í rúmfræði og mælingum. Meðaltal raðeinkunnar í
íslensku í 7. bekk var 49,1 og í stærðfræði 53,14. Í 7. bekk þarf einkum að skerpa á ritun
en framfarir nemenda eru almennt svipaðar og gerist á landsvísu.
Í framhaldi af þessum niðurstöðum munu kennarar og deildarstjóri sérkennslu funda með
fulltrúa sérfræðiþjónustunnar. Farið verður yfir niðurstöður, gerð útbótaáætlun þar sem
þörf er á og stuðningur aukinn eins og þurfa þykir.