Norræna skólahlaupið 14. september

Ritstjórn Fréttir

Nemendur taka þátt í norræna skólahlaupinu fimmtudaginn 14. september. Hlaupið hefst á íþróttavellinum. Yngsta stig hefur hlaupið kl. 10.00; unglingastig byrjar kl. 10.40 og miðstigið kl. 11.20. Nemendur á unglingastigi hlaupa 5 kílómetra en yngri nemendur 2 og hálfan.
Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Þátttaka íslenskra grunnskólanemenda hefur verið mjög góð og almenn í gegnum árin. Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu og að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkamann og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Hver skóli skipuleggur hlaupið fyrir sig og stefnt er að því að helst allir nemendur taki þátt. Í ár er hlaupið styrkt af verkefninu European Week of Sport og af því tilefni verða þrír skólar sem lokið hafa hlaupi fyrir 30. september 2017 og skilað inn upplýsingum til ÍSÍ dregnir út og geta unnið 100.000 króna inneign í Altis sem selur vörur til íþróttaiðkunar.