Ný reglugerð dregur úr takmörkun á skólastarfi

Ritstjórn Fréttir

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar gerir okkur kleift að gera nokkrar breytingar á skólastarfinu frá því sem var fyrir jól. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Boðið verður upp á morgunverð í salnum.
  • Nemendur á hverju stigi fyrir sig geta verið í mat á sama tíma. Matur verður áfram skammtaður á diska.
  • Árgangar verða einn hópur. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50.
  • Blöndun milli hópa verður leyfð þannig að hægt verður að bjóða upp á val á mið- og unglingastigi.
  • Starfsmenn þurfa eftir sem áður að virða tveggja metra regluna gagnvart hver öðrum og nota grímur þar sem því verður ekki við komið. Þeir mega ekki vera fleiri en 20 saman í rými.

Sem fyrr skulu foreldrar og aðstandendur almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur. Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, starfsfólk skólaþjónustu, sérfræðingar og þeir sem annast vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur. Ákvæði þessarar greinar eiga einnig við um frístundaheimili, skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á grunnskólaaldri, sem og starfsemi í félagsmiðstöðvum. Reglugerðin gildir að óbreyttu til 28. febrúar 2021.