Nýir kennarar og leiðbeinendur

Ritstjórn Fréttir

Nokkrir nýir kennarar og leiðbeinendur hófu störf við skólann í byrjun skólaársins. Haraldur Már Stefánsson og Sölvi G. Gylfason, sem báðir eru reyndar fyrrverandi nemendur skólans, hafa tekið að sér umsjón í 7. og 9. bekk. Haraldur hefur umsjón með 7. bekk ásamt Andreu Eðvarðsdóttur og sinnir þar almennri kennslu auk þess sem hann kennir íþróttir. Sölvi er umsjónarkennari 9. bekkjar, hann kennir íslensku, tungumál og samfélagsgreinar. Þórunn Kjartansdóttir er nýr umsjónarkennari 5. bekkjar ásamt Halldóru Rósu Björnsdóttur. Sigurður Jónsson kemur alla miðvikudaga og kennir á spjaldtölvur. Sigurður er kennari við Laugagerðisskóla og honum fylgja fjórir nemendur sem leggja þá stund á nám einn dag í viku hér í Borgarnesi.
Anna Sigríður Guðbrandsdóttir sinnir umsjón í 1. bekk ásamt Örnu Einarsdóttur og Birgitta Mjöll Eyþórsdóttir leysir Evu Láru Vilhjálmsdóttur af við textílmenntina í vetur. Þær Anna Sigríður og Birgitta Mjöll eru báðar langt komnar með að ljúka námi til kennsluréttinda. Katrín Rósa Eðvaldsdóttir leiðbeinandi kennir heimilisfræði.