Nýja heimasíðan orðin virk

Ritstjórn Fréttir

Ný heimasíða skólans fór í loftið 9. nóvember og er hægt að nálgast hana í gegnum vef Borgarbyggðar á borgarbyggd.is. Þar er farið inn í „Þjónusta“ og valinn hnappurinn „Menntun og börn“. Þá kemur upp síða með ýmsum gagnlegum upplýsingum og þar á meðal er aðgangur að heimasíðu skólans. Það er enn verið að vinna í að uppfæra upplýsingar og setja inn þær sem vantar á síðuna svo ef einhverjar upplýsingar vantar þá mun gamla heimasíðan okkar vera aðgengileg um sinn á grunnborg.is.