Nýsköpun í list- og verk

Ritstjórn Fréttir

Síðan á haustmánuðum hafa nemendur í 9. bekk unnið tilraunaverkefni í list- og verkgreinum undir merkjum nýsköpunar. Verkefnið fólst í því að hanna vöru og fullvinna. Þurftu nemendur að ákveða hvernig vöru þeir gátu hugsað sér að framleiða, hanna síðan vöruna, umbúðir og vörumerki. Það er í mörg horn að líta í verkefni sem þessu og vandamál sem finna þarf lausnir á áður en lokaafurð verður að veruleika og reyndi þetta á sköpunarkraft og þrautseigju  nemenda. Mánudaginn 12. apríl var afraksturinn kynntur fyrir nemendum og starfsfólki skólans. Vegna samkomutakmarkana var því miður ekki hægt að bjóða utanaðkomandi eins og stefnt hafði verið að. Vörurnar sem litu dagsins ljós voru fjölbreyttar og skemmtilegar og greinilegt að mikil vinna og hugsun liggur þar að baki. Á myndunum má sjá nokkur dæmi um afraksturinn.

 

Sorbet

Sorbet

 

Funky styttur

Fönkí styttur

Jafnvægiskubbar

Jafnvægiskubbar

Nafnahálsmen

Nafnahálsmen

Taska undir spilaborð

Taska undir spilaborð

Hringur og hálsmen úr legu

Hringar og hálsmen úr legum

Snakk með nammibragði

Sælgætissnakk