Æfingar fyrir árshátíð grunnskólans hafa staðið yfir af miklum krafti að undanförnu. Þema árshátíðarinnar er að þessu sinni hvorki meira né minna en mannkynssagan og verður hún túlkuð á fjölbreytilegan hátt af nemendum. Á morgun, þriðjudag, verður generalprufa og miðvikudaginn 18. apríl verða tvær sýningar í Hjálmakletti; kl. 16:30 og 18:30. Eftir sýningarnar fá nemendur í kærkomið frí þar sem sumardagurinn fyrsti er á fimmtudag og á föstudag er starfsdagur kennara og því fellur niður kennsla.
ÁRSHÁTÍÐ 2018 AUGLÝSING