Ofurbekkjaleikarnir

Ritstjórn Fréttir

Hinir árlegu ofurbekkjaleikir fara fram fimmtudaginn 23. september næstkomandi. Nemendur 8., 9. og 10 bekkjar etja þá kappi á íþróttavellinum. Leikarnir standa frá klukkan 10.30 til 11.40. Keppt verður í mörgum greinum og hlýtur sá árgangur sem nær bestum samanlögðum árangri glæsilegan farandbikar.