Nemendur grunnskólans í Borgarnesi hlaupa í dag hið árlega Ólympíuhlaup ÍSÍ.
Með Ólympíuhlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna í landinu til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur hlaupa í dag ýmist 2,5 eða 5 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Hér er ekki um keppni að ræða heldur er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt
Mjólkursamsalan hefur frá upphafi styrkt útgáfu viðurkenningarskjala á myndarlegan hátt og samstarfsaðili að þessu verkefni er eins og áður Íþrótta- og heilsufræðingafélag Íslands.
Ólympíuhlaupið er fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla á landinu en upphaflega hét það Norræna skólahlaupið. Ólympíuhlaupið er liður í Íþróttaviku Evrópu og er formlega opnað í einum skóla ár hvert.