Ólympíuhlaupið

Ritstjórn Fréttir

Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi ætla að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ miðvikudaginn 9. september.

Ólympíuhlaupið fer nú fram í skólum en það tók við af Norræna skólahlaupinu sem haldið hafði verið frá árinu 1984. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.  Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Með hlaupinu er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Mjólkursamsalan, MS, hefur frá upphafi styrkt útgáfu viðurkenningarskjala á myndarlegan hátt og mun halda því áfram og samstarfsaðili að þessu verkefni er eins og áður Íþrótta- og heilsufræðingafélag Íslands.

Hlaupið er fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla á landinu. Hér verður hlaupið  í þremur hópum. Yngsta stig 1. – 4. bekkur hleypur kl. 10 – 10.40, unglingastig 8. – 10. bekkur frá 10:40 – 11:20 og miðstig 5. – 7. bekkur frá 11:20 – 12:00.  Nemendur á mið – og unglingastigi geta valið um hvort þeir  hlaupa 2,5 km eða 5 km. Nemendur á yngsta stigi hlaupa 2,5 km. Það er æskilegt að allir nemendur séu í góðum skóm til að hlaupa í.