Fimmtudaginn 17. maí verður opinn dagur í grunnskólanum. Foreldrum og öðrum velunnurum skólans er þá boðið í heimsókn. Nemendur skólans kynna og sýna fjölbreytt verkefni sem þeir hafa unnið að í vetur. Að vanda verður 9. bekkur með kaffihús þar sem kaupa má ljúffengar veitingar. Allur ágóði af veitingasölunni rennur í ferðasjóð nemenda.
Auglýsing opið hús