Öskudagsgleði

Ritstjórn Fréttir

Skólastarfið var með óhefðbundnum hætti á öskudag og margir mættu í skemmtilegum búningum í tilefni dagsins. Á yngsta og miðstigi var kötturinn sleginn úr tunnunni í mikilli blíðu og með tilheyrandi látum. Nemendur á miðstigi unnu í fjölbreyttum hópum; fengust við förðun, söng, dans, fótbolta, spil og fleira skapandi og skemmtilegt. Á unglingastigi söfnuðu nemendur fróðleik um bóndadag, konudag, öskudag, sprengidag og bolludag og settu upplýsingarnar fram á veggspjöldum og mynd- og hljóðskrám á netinu.

Öskudagur er miðvikudagur í 7. viku fyrir páska. Þá hefst langafastan sem stendur til páskadags. Samkvæmt gamalli þjóðtrú á öskudagur 18 bræður með svipaðri veðráttu.

 

Flottur skólastjóri

Leikhúsförðun?

Ævintýraverur

Litagleði í skólaeldhúsi

Förðunarmeistari að störfum

Sláum köttinn úr tunnunni

Fulltrúar eldri borgara

Í ávaxtastund

Valli reynir að finna sjálfan sig á skólasafninu

Lestur er bestur!