Í vali á miðstigi er nemendum boðið upp á að kynnast möguleikum Osmo undir styrki hönd Jóhönnu M. kennara. Í valinu er unnið með áþreyfanlega hluti sem hefur áhrif á það sem gerist á skjánum. M.a. er hægt að púsla saman myndum úr formum, vinna með stafi, tölur og orð, þjálfa rökhugsun og fínhreyfingar, þjálfast í forritun. Osmo leikirnir efla hreyfifærni, skilningarvit, sköpun, rökhugsun, hljóðkerfisvitund, orðaforða, stærðfræði, samvinnu og samskipti.
Nemendur kynnast jafnframt Sphero forritunar kúlunni sem stýrt er með forritunarmáli sem síðan er sent yfir í kúluna.