Óveður – skóla lýkur kl. 13.00

Ritstjórn Fréttir

Skólahaldi lýkur kl. 13:00 í dag vegna óveðurs. Sveitabílar fara kl. 11:30 frá Svarfhóli en innanbæjarbíllinn fer kl. 13:00. Foreldrar eru beðnir um að sækja börn sín ef þau fara ekki heim með skólabíl. Einnig eru foreldrar beðnir um að sækja börn sín í frístund ef þau fara þangað.