Ræddu við forsætisráðherra

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 10. bekkjar eru þessa dagana að vinna að verkefni í þjóðfélagsfræði sem snýst um að kynna sér stjórnmálaflokka á Íslandi. Nemendur vinna verkefnið í þriggja til fjögurra manna hópum og hver hópur dró einn stjórnmálaflokk til þess fjalla um. Í verkefninu á að gera grein fyrir sögu  flokksins auk helstu málefna og stefna. Vísa þarf til heimilda en framsetning og skil eru að öðru leyti frjáls.

Nemendur vinna verkefnið að miklu leyti með upplýsingaöflun á netinu. Hópurinn sem fékk það hlutskipti að fjalla um Vinstri græn sýndi mikið frumkvæði og metnað með því að hafa samband við forsætisráðuneytið í því skyni að ná tali af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Aðstoðarmaður Katrínar tók erindinu vel og kom því til leiðar að nemendur fengu að ræða við Katrínu á fjarfundi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá félagana Þórð Loga Hauksson og Örn Einarsson ræða við  forsætisráðherra.