Rithöfundar í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Rithöfundarnir Ævar Þór Benediktsson og Ragnheiður Eyjólfsdóttir komu í heimsókn í skólann í dag og lásu úr nýútkomnum bókum sínum. Ævar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, las úr bókinni Þín eigin hrollvekja með slíkum tilþrifum að hárin risu á höfðum viðstaddra. Þín eigin hrollvekja er þriðja bókin í „Þín eigin…“ flokknum en áður hafa komið út bækurnar Þín eigin þjóðsaga og Þín eigin goðsaga. Bækurnar eru byggðar upp með þeim hætti að frásagnirnar geta haft marga mismunandi enda allt eftir því sem lesandinn kýs. Aðspurður sagðist Ævar vera farinn að vinna að fjórðu bókinni í flokknum en frekari upplýsingar um hana eru leyndarmál (þó börnin í Grunnskólanum í Borgarnesi viti nú ýmislegt um það!).
Ragnheiður las úr bók sinni Skuggasagar Undirheimar en hún er framhald bókarinnar Skuggasaga Arftakinn sem kom út á síðasta ári og hlaut þá íslensku barnabókaverðlaunin.
Nemendur kunnu vel að meta og þökkuðu fyrir sig með góðum athugasemdum og lófataki.