Rithöfundur kom í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Síðastliðinn þriðjudag kom rithöfundurinn Bjarni Fritzson í heimsókn og hitti nemendur á miðstigi.
Hann las upp úr nýjustu bók sinni um Orra óstöðvandi og einnig úr nýjustu bók sinnu um Sölku.

Bjarni Fritzson hefur hlotið Bókaverðlaun barnanna síðastliðin þrjú ár fyrir bækur sínar um Orra óstöðvandi. Bjarni er þekktur fyrir sjálfstyrkingarvinnu sína með börnum og unglingum. Það má vel sjá í bókum hans að þar vefur hann þekkingu sína á þeim málaflokki inn í skemmtilegar og spennandi sögur sem höfða til allra aldurshópa (Bókatíðindi, 2022)