Á morgun, föstudaginn 14. febrúar, er gert ráð fyrir aftakaveðri. Appelsínugular viðvaranir eru um allt land. Ferðir skólabíla falla niður jafnt í dreifbýli sem innanbæjar. Skólinn verður opinn en foreldrar eru beðnir um að meta aðstæður fyrir börn sín. Foreldrar eru beðnir að fylgja börnum inn í skólann og svo sækja þau inn í skólann. Nemendum verður ekki hleypt einum út.
Við slíkar aðstæður raskast skólastarf verulega þar sem margir nemendur munu verða fjarverandi og það á einnig við um starfsmenn.
Tilmæli Borgarbyggðar til foreldra og forráðamanna um viðbrögð vegna óveðurs má sjá hér: