Ragnheiður Eyjólfsdóttir rithöfundur heimsótti nemendur unglingadeildar í morgun og las úr nýútkominni bók sinni sem nefnist Rotturnar. Bókin er æsispennandi en í henni segir frá hópi unglinga sem þurfa að berjast fyrir lífi sínu við afar erfiðar aðstæður. Við sögu koma siðblindir vísindamenn, tölvuhakkarar, genabreytingar og glæpir en það sem mestu máli skiptir er vinátta og þrautseigja söguhetjanna. Bókin, sem meðal annars byggir á heilmikilli rannsóknarvinnu, var nýlega tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka.