Sagnahefðin heiðruð á Degi íslenskrar tungu

Ritstjórn Fréttir

Margt var gert til skemmtunar og fróðleiks á Degi íslenskrar tungu í skólanum. Meðal annars má nefna að  4. bekkingar fóru vel undirbúnir og lásu upphátt fyrir börn á leikskólum. 7. bekkingar fengu góðan gest í heimsókn til sín í Gamla mjólkursamlagið. Það var Hjörleifur Stefánsson sem lengi hefur fengist við að segja sögur. Hjörleifur fræddi nemendur um sagnahefð og sagnamennsku og sagði nokkrar þjóðsögur við mikla hrifningu áheyrenda. Á skólasafnsganginum var vakin sérstök athygli á nýyrðum Jónasar Hallgrímssonar og kom mörgum á óvart að auk fjölbreyttra og snjallra nýyrða eru hversdagsleg orð á borð við lambasteik og stuttbuxur líka ættuð úr smiðju hans.