Samræmd könnunarpróf

Ritstjórn Fréttir

Dagana 28. og 29. september taka nemendur í 4. bekk samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði. Að loknu prófi tekur við hefðbundin stundaskrá.

Markmið prófanna er aðallega tvíþætt. Í fyrsta lagi að veita nemenda, foreldrum, kennurum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsstöðu nemenda. Í öðru lagi að gefa upplýsingar um að hvaða marki nemendur hafa náð grundvallarkunnáttu og færni sem frekara nám byggir á. Með því að leggja samræmd könnunarpróf fyrir að hausti, gefast tækifæri til að nýta niðurstöður þeirra við skipulagningu náms og kennslu.

Mikilvægt er að nemendur hafi fengið góðan nætursvefn og borðað morgunmat að morgni prófdags.

Samræmd könnunarpróf í 7. bekk voru lögð fyrir í síðustu viku.