Samræmd próf

Ritstjórn Fréttir

Samræmd próf í íslensku, stærðfræði og ensku voru lögð fyrir nemendur í 9.bekk, 10. – 12. mars sl. Allir nemendur þreyttu próf.  Fyrirlögn gekk vel og nemendur lögðu sig fram við að gera sitt besta.  Menntamálastofnun birti niðurstöður sl. föstudag.  Samkvæmt þeim stóðu nemendur sig almennt vel.  Framfarir eru töluverðar, í öllum greinum.  Nemendur, foreldrar og kennarar mega vera stoltir af þessum góða árangri.  Nemendur 9. bekkjar hafa sannarlega sýnt að þegar þeir leggja sig fram, þá eru þeim allir vegir færir.