Samsöngur á vordögum

Ritstjórn Fréttir

Efnt var til samsöngs í sal skólans í tilefni af vordögum. Nemendur yngsta stigs annars vegar og miðstigs hins vegar komu saman á sal ásamt kennurum sínum og sungu nokkur lög við undirleik Önnu Sólrúnar Kolbeinsdóttur tónmenntakennara. Svo vel tókst til að hugmyndir eru nú uppi um að gera samsöng að reglulegum lið í skólastarfinu.

Upptökur frá samsöngnum má finna á facebook síðu skólans.