Fengum skemmtilega heimsókn til okkar i dag frá Tónlistarskólanum þar sem þær Birna og Teodóra komu til okkar og stjórnuðu samsöng á yngsta – og miðstigi. Bæði kenndu þær krökkunum ný/gömul lög sem þeir kunnu ekki áður og einnig fengu þeir að syngja lög sem þeir kunnu. Krakkarnir tóku vel undir og þökkum við Tónlistarkólanum og þeim systrum fyrir heimsóknina.