Miðvikudaginn 7. febrúar munu fulltrúar félagsmiðstöðva á Vesturlandi etja kappi í söngkeppninni SamVest í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þar keppa til úrslita sigurvegarar í undankeppnum söngkeppna félagsmiðstöðva víðsvegar af Vesturlandi. Tveir sigurvegarar úr þeirri keppni verða fulltrúar Vesturlands í söngvakeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 24.-25. mars.
Signý María Völundardóttir og Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson verða fulltrúar Grunnskólans í Borgarnesi á SamVest.
Húsið verður opnað kl. 17:00 og keppning hefst kl. 17:30. DJ Ástráðs sér um tónlistina að lokinni keppni. Sjoppan verður opin og þar verður meðal annars hægt að kaupa pítsur. Miðaverð er 1000 krónur.
Rútuferðir verða heim. Skráning fer fram í skólanum eða hjá starfsmönnum Óðals.