Söngkeppni Samfés er einn af viðburðum SamFestingsins sem haldin er í mars ár hvert. Söngkeppnin hefur verið mikilvægur viðburður í starfi Samfés allt frá stofnun samtakanna. Í söngkeppninni gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína hvaðanæva af landinu.
Signý María Völundardóttir var meðal sigurvegara í forkeppni söngkeppninnar á Vesturlandi. Í lokakeppninni söng hún lagið Make me feel your love eftir Adele á stóra sviðinu í Laugardagshöll. Keppnin var send út í beinni í sjónvarpinu og stóð Signý sig með miklum sóma.
Signý María stundar söngnám hjá Þóru Sif Svansdóttur og dreymir um að leggja sönginn fyrir sig í framtíðinni. Hún sagði aðspurð að hún hefði verið svolítið stressuð fyrir keppnina en að allt stress hefði horfið þegar hún steig á svið. „Þetta fer í reynslubankann“, sagði hún.
