Signý María og Vilhjálmur Ingi sigruðu í söngvakeppni Óðals

Ritstjórn Fréttir

Þau Signý María Völundardóttir og Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson, nemendur í 8. bekk Grunnskólans í Borgarnesi, fóru með sigur af hólmi í söngvakeppni Óðals sem fram fór þann 24. janúar. Signý söng lagið All of me eftir John Legend og Vilhjálmur lék undir á píanó. Þau verða fulltrúar grunnskólans í söngvakeppni Samvest sem haldin verður í Hjálmakletti þann 7. febrúar næstkomandi.