Símareglur teknar í notkun á unglingastigi

Ritstjórn Fréttir

Nemendur á unglingastigi sömdu ásamt umsjónarkennurum símareglur fyrir skömmu og hafa þær nú verið teknar í notkun. Í reglunum kemur meðal annars fram að ekki má vera með síma í kennslustundum nema með sérstöku leyfi kennara; til dæmis ef nemandi á von á áríðandi símtali. Einnig er leyfilegt að hlusta á tónlist í símanum ef kennari leyfir og skal þá nota heyrnartól til þess að trufla ekki aðra. Ef nemandi er með síma í kennslustund án leyfis þá er síminn tekinn af honum og afhentur í lok tímans. Gerist þetta ítrekað fær nemandi símann í lok skóladags. Leyfilegt er að vera með síma í frímínútum og matartíma; þó ekki í matsalnum. Bannað er að taka myndir og myndbönd af fólki án leyfis og sömuleiðis er bannað að fikta í annarra manna tækjum. Starfsfólk skólans skal fylgja sömu reglum.