Skáld í skólum

Ritstjórn Fréttir

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur og söngvaskáldið Svavar Knútur fluttu í morgun dagskrá um Tómas Guðmundsson í tali og tónum. Dagskráin ber yfirskriftina „Skrópað úr skóla lífsins“. Nemendur 8. – 10. bekkja fjölmenntu í Óðal og fræddust um Reykjavíkurskáldið sem lagði lögfræðingsframa á hilluna og gerðist skáld. Rithöfundasambandið og mennta- og menningarmálaráðuneytið standa að dagskránni sem þeir félagar hafa flutt víða. Á næstu vikum er von á fleiri rithöfundum í heimsókn. Nefna má t.d. þá Gunnar Helgason og Ævar vísindamann. Þá var Þorgrímur Þráinsson hér á ferð fyrir skömmu og spjallaði við nemendur.

download