Skemmtileg ganga gegn einelti

Ritstjórn Fréttir

Nemendur og starfsfólk grunnskólans fór í samstöðugöngu gegn einelti í dag. Gengið var í lögreglufylgd frá skólanum sem leið lá í Skallagrímsgarð. Nemendur báru spjöld sem þeir höfðu útbúið með áletrunum gegn einelti. Einnig voru hrópuð slagorð á borð við „Burt með einelti“ og „Stoppum einelti“. Í Skallagrímsgarði ávarpaði Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri hópinn. Hann hrósaði skólanum og nemendum fyrir framtakið en minnti jafnframt á gildi þess að halda baráttunni gegn einelti áfram.
Gangan vakti mikla athygli í bænum og víða mátti sjá vegfarendur með myndavélar á lofti. photo_einelti4