Skemmtilegt námsefni.

Ritstjórn Fréttir

Dúkkulísuverkefni þriðja bekkjar

Síðasta haust fengu nemendur þrijða bekkjar það verkefni að senda dúkkulísur sem þau bjuggu til sjálf út fyrir landsteinana sem fulltrúa sjálf sín. Dúkkulísurnar dvöldu þar í skjóli vina og ættingja og færðu dagbók meðan á dvölinni stóð. Þegar þær snéru aftur margs fróðari var því ferðalagið rækilega skráð í rituðu máli og myndum.

Krakkarnir höfðu í upphafi ferðalagsins sent bréf á áfangastað dúkkulísunnar þar sem stutt lýsing fylgdi á því til hvers var ætlast af gestgjafanum. Og dúkkulísurnar lögðu af stað í umslaginu með bréfinu. Þegar á þessum bréfaskriftum stóð lærðu þau um hnattstöðu áfangastaðanna sem voru í þremur heimsálfum, tímamun milli staða og fundu áfangastaðina á landakorti.

Við heimkomu veraldarvanra dúkkulísanna var slegið upp veislu. Foreldrar og nemendur komu saman eina kvöldstund og borðuðu mat frá þeim löndum sem heimsótt höfðu verið og krakkarnir sögðu frá því helsta sem drifið hafði á daga ferðalanganna.

Verkefnið tókst í alla staði vel og eiga foreldrar þakkir skildar fyrir skemmtilega kvöldstund og góðar veitingar. Allir sinntu þessu flandri dúkkulísanna af miklum áhuga sem gerði það að verkum að svo vel tókst til.