Skipulag að loknu páskaleyfi

Ritstjórn Fréttir

Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 14. apríl. Þar sem samkomubann verður þá enn í gildi verður nokkur röskun á skólastarfi. Kennt verður í hópum sem eru innan við 20 manns. Gert er ráð fyrir að nemendur 1. – 3. bekkjar komi í skólann daglega og hugsanlega mun þurfa að skipta 1. og 3. bekk í hópa. Nemendur á miðstigi eru í A og B hópum og koma annan hvern dag. Kennslu lýkur kl. 13.oo á yngsta og miðstigi og skólabílar fara kl. 13.10.  Nemendur á unglingastigi eru í A og B hópum hjá umsjónarkennurum sínum frá kl. 8.10 – 11.30, annan hvern dag. Skólabíll fyrir unglingastigið fer kl. 12.00 en gæti seinkað lítillega vegna matartíma.

Skólabílar innanbæjar að morgni aka samkvæmt áætlun. Skólabílar í dreifbýli fara kl. 13.30.

Í ljósi aðstæðna getur þetta skipulag breyst.

Með góðum óskum um gleðilega páska.