Skipulagsdagur – foreldraviðtöl

Ritstjórn Fréttir

Skipulagsdagur verður í skólanum föstudaginn 13. október. Gunnur L. Gunnarsdóttir frá Mentor kemur og leiðbeinir kennurum auk þess sem unnið verður að fleiri verkefnum. Nemendur frá frí. Foreldraviðtöl verða síðan þriðjudaginn 17. október. Markmið þeirra er að fara yfir líðan og ástundun nemenda fram að þessu og jafnvel setja sér eigin markmið. Foreldrar eru minntir á að skrá sig í viðtal á Mentor en opnað verður fyrir skráningu miðvikudaginn 11. október.