Skólahald til 15. apríl

Ritstjórn Fréttir

Við höfum aðlagað okkur að nýrri reglugerð yfirvalda um skólahald og tekur skólastarf til 15. apríl mið af eftirfarandi.  Nemendur mega að hámarki vera 50 í hóp en það þýðir að ekki þarf að skipta upp árgöngum. Morgunmatur fellur niður en boðið verður upp á ávexti í bekkjarstofum. Nemendur fara í hópum í hádegismat, í flestum tilfellum með bekkjarfélögum, en stundum verða tveir árgangar saman í matsalnum.
Samkvæmt sóttvarnarlögum er utanaðkomandi aðilum ekki heimilt að koma í skólann. Foreldrar eru því beðnir um að hafa samband við ritara, sé það nauðsynlegt. Þá er grímuskylda. Síminn er 433 7400 og tölvupóstur grunnborg@grunnborg.is. Skólabílstjórar hafa grímur og í skólabílum eru að hámarki 50 nemendur eins og annars staðar.
Þessi reglugerð gildir til 15. apríl. Allar breytingar verða kynntar með góðum fyrirvara.